Brýnt að flokkurinn komist úr þessari stöðu

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. Árvakur/Sverrir

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir á vefsíðu sinni, að brýnt sé fyrir Sjálfstæðisflokkinn að komast úr núverandi stöðu í borgarstjórn og sjá til þess, að umræður fari að snúast um annað en innri mál borgarstjórnarflokksins eða Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita hans.

Björn segir, að Vilhjálmur Þ. ráði þar greinilega mestu sjálfur og samkvæmt fréttum sé hann enn og aftur að ræða framtíð sína við trúnaðarmenn og félaga í borgarstjórnarflokknum um þessa helgi.

Fram kemur, að Björn skrifar grein um OR/REI málið í væntanlegu hefti Þjóðmála. Segir Björn, að þessi saga sé með ólíkindum og í raun stórundarlegt, að tekist hafi að haga umræðum, eins og um sérstakan vanda sjálfstæðismanna í borgarstjórn sé að ræða - sex borgarfulltrúar sjálfstæðismanna hafi stöðvað framgang málsins í byrjun október og réttmæti málstaðar þeirra hafi síðan verið staðfest með skýrslu stýrihóps allra flokka 7. febrúar.

Vefsíða Björns Bjarnasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert