Juncker: Einhliða upptaka evru ekki skynsamleg

Reuters

Afstaða Íslands til evrunnar og aðildar að Íslands að Evrópusambandinu var meðal umræðuefna Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og Jean Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgará fundi þeirra í morgun.

Juncker spurði Geir að því á fundinum hvort það væri rétt að Íslendingar íhuguðu að taka upp evru einhliða og svaraði Geir því til að það stæði ekki til. Juncker fagnaði því og sagði: „Ég er feginn að heyra það því ýmis vandamál gætu fylgt því."

Forsætisráðherra Íslands ræddi einnig um framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og sagði Juncker að Lúxemborg væri búin að lofa Tyrklandi og Austurríki stuðningi sínum en kæmi til annarrar umferðar í atkvæðagreiðslu um sæti í ráðinu myndi Lúxemborg styðja Ísland. Þetta kom fram í máli forsætisráðherrans á blaðamannafundi að loknum fundi forsætisráðherranna í morgun í Lúxemborg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert