Íbúasamtök gagnrýna hugmyndir um gatnamót við Kringlumýrarbraut

„AF hverju á að ekki að reyna að ganga frá þessu þannig að það sé sæmandi fyrir okkur í borginni?“ spyr Birgir Björnsson, formaður Íbúasamtaka Háaleitis norður, en samtökin hafa sent borgarstjóra Reykjavíkur og fleiri borgarfulltrúum bréf vegna fyrirhugaðra gatnamóta við Kringlumýrar- og Miklubraut.

Fram kom í Morgunblaðinu á dögunum að mislæg gatnamót á þessum stað væru aftur komin á dagskrá, en nýr meirihluti hefur lofað því að þau verði byggð. Hugmyndin er að setja hluta umferðar um Kringlumýrarbraut í stokk frá því sunnan við Listabraut og norður fyrir Miklubraut en að nærumferð verði á yfirborði.

Á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar er gert ráð fyrir þriggja hæða gatnamótum þar sem bæði Kringlumýrarbraut og Miklabraut eru í fríu flæði, en allir beygjustraumar um hringtorg. Hringtorgið verði í 2-2,5 m hæð yfir núverandi landi.

Íbúasamtökunum líst ekki á þær tillögur sem þau hafa séð af gatnamótunum, að sögn Birgis. Ekkert samráð hafi verið haft við þá og þeir fyrst séð myndir af fyrirhugðum gatnamótum í frétt í Morgunblaðinu.

Hann bendir á að í nágrenni fyrirhugaðra gatnamóta séu Álftamýrarskóli, leikskólinn Álftaborg og frístundaheimilið Tónabær. „Þetta er allt í um það bil 200 metra fjarlægð eða minna, bæði frá Miklubraut og Kringlumýrarbraut,“ segir hann. Vitað sé að mestu mengun frá umferð sé að finna á bilinu 200-400 metra frá stofnbrautum. Rannsóknir hafi sýnt að börn séu sérstaklega varnarlaus gagnvart umferðarmengun sem þessari. Æskilegt væri að nýr póll yrði tekinn í hæðina og heilsa íbúanna yrði látin ganga fyrir „Þetta kostar auðvitað sitt, en það eru til tölur frá Bandaríkjunum og Evrópu sem sýna fram á að heilsufarskostnaðurinn er miklu hærri [af gatnamótum ofanjarðar].“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert