Skattstjóri óskar eftir upplýsingum

LGT-bankinn í Liechtenstein.
LGT-bankinn í Liechtenstein. Reuters

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri hefur  óskað eftir upplýsingum af lista þýskra skattayfirvalda með nöfnum 1400 manna sem grunaðir eru um að hafa svikið undan skatti í skjóli bankaleyndar í Liechtenstein. Hann sagði í fréttum Útvarpsins, að embættið vilji beita sér með hraði í málinu.

Þýsk stjórnvöld keyptu lista yfir 600 Þjóðverja og 800 útlendinga, sem eiga leynilegra reikninga í bankanum LGT í Liechtenstein.  Þýsk skattayfirvöld hafa sagt að viðkomandi stjórnvöld verði látin vita finnist nöfn þegna þeirra á listanum en þegar hafa nokkur ríki kallað eftir upplýsingunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert