Bingó bannað á ákveðnum tímum

mbl.is/Sverrir

Skemmtanir, t.d. dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eru bannaðar  á ákveðnum tímum yfir bænadaga og páska, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur spil fara fram eru einnig bannaðar á ákveðnum tímum.  Listsýningar, tónleikar, leiksýningar og kvikmyndasýningar eru undanþegnar banni um helgidagafrið á föstudaginn langa en slíkir viðburðir mega ekki hefjast fyrr en kl. 15 umræddan dag.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um opnunartíma yfir páskana hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert