Menntaskólinn á Akureyri kominn í úrslit

Menntaskólinn á Akureyri er kominn í úrslit spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, en skólinn sigraði í viðureign kvöldsins gegn Menntaskólanum við Hamrahlíð. MA fékk 25 stig en MH 24 stig.

Á morgun keppa Borgarholtsskóli og Menntaskólinn í Reykjavík í undanútslitum Gettu betur og ræðst þá hvaða skóli mætir MA í úrslitakeppninni sem sýnd verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu á föstudag í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert