Háskaakstur í göngunum

Ökumaður á leið um Hvalfjarðargöngin keyrði á tilkynningarskilti þar í dag er hann reyndi að aka öfugu megin fram úr flutningabíl upp brekkuna norðanmegin í göngunum. Er þetta aðeins eitt dæmið um háskaakstur í göngunum sem mönnum er þar vinna nú við kjarnaborun stafar stórhætta af.

Þetta kemur fram í frétt á vef Spalar í dag.

„Unnið er við borunina í útskoti neðarlega í norðurbrekku ganganna, þar sem eru tvær akreinar til norðurs. Innri akreinin er lokuð og afgirt á kafla og hættuástand skapast einkum þegar flutningabílar fara upp vinstri akreinina en þeir sem á eftir koma gefa þá í, ætla fram úr á hægri akrein og lenda þá á lokununni sem þeir ekki sáu vegna þess að flutningabíllinn takmarkaði útsýni þeirra.“

„Þetta er hreinn og klár háskaakstur og bormennirnir eru satt að segja skelfingu lostnir yfir því sem þeir verða vitni að, aftur og aftur. Og það sem verra er - fyrir þá sjálfa og öryggi þeirra: Næsta hola verður boruð af akreininni sjálfri og þá verða bæði tæki og mannskapur á sjálfri akbrautinni og þar með í stórhættu ef ekki verður lát á glæfraakstrinum nú þegar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert