KEA kaupir flygil í Hof

Stjórn KEA hefur ákveðið að leggja fram allt að 10 milljónum króna til kaupa á hágæða flygli fyrir Hof, menningarhúsið sem nú rís á Akureyri. Þetta kemur fram á heimasíðu Vikudags á Akureyri.

Hannes Karlsson, stjórnarformaður greindi frá þessu á aðalfundi KEA í gær. Stjórnin samþykkti einnig að leggja fram allt að 10 milljónir króna til kaupa á nýju ómskoðunartæki fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri. Þá samþykkti stjórnin allt að 2,5 milljónir króna til Krabbameinsfélags Akureyrar og Eyjafjarðar, sem m.a. fer í að greiða niður gistikostnað fyrir sjúklinga og sömu upphæð til endurnýjunar á tækjum á endurhæfingastöð fyrir hjarta- og lungnasjúklinga á Bjargi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert