Íslendingar eldast

Öldungum mun fjölga.
Öldungum mun fjölga. mbl.is/Golli

Hagstofa Íslands gaf nýverið út nýja spá um mannfjölda á Íslandi til ársins 2050. Áætlað er að fjöldi ellilífeyrisþega í þessum aldurshópi verði orðinn tæplega 82 þúsund árið 2050 eða um 19% af heildarmannfjölda á Íslandi, þess má geta að í dag er hann rúmlega 10%.

Reikna má með því að ellilífeyrisútgjöld almannatrygginga aukist af þessum sökum en það fer þó eftir þróun viðmiðunartekna og uppsöfnun lífeyrisréttinda landsmanna. Ísland hefur þá sérstöðu að lífeyrissjóðirnir munu í vaxandi mæli standa undir lífeyri ellilífeyrisþega.

Reikna má með að útgjöld ríkissjóðs til heilbrigðisþjónustu aukist með auknum fjölda 67 ára og eldri en þó einkum þegar tekur að fjölga umtalsvert í hópi þeirra sem eru áttræðir og eldri.

Gert er ráð fyrir því að ævilengd muni aukast talsvert. Í dag er meðalævilengd kvenna 82,8 ár og 78,9 ár hjá körlum en á árinu 2050 er reiknað með að meðalævilengd kvenna verði orðin 87,1 ár og 84,6 ár hjá körlum.

Á móti er gert ráð fyrir því að fæðingartíðni muni standa í stað og jafnvel minnka. Með þessu móti verður þjóðin hlutfallslega eldri. Myndin sýnir þróun mannfjölda 67 ára og eldri fram til ársins 2050.

Heimild Hagstofa Íslands.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert