Kjarasamningur samþykktur hjá Verkalýðsfélagi Húsavíkur og nágrennis

Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis stóð fyrir póstatkvæðagreiðslu um kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaður var 17. febrúar sl. Alls samþykktu  86,12% þeirra sem greiddu atkvæði samninginn en 42,84% félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.

Í tilkynningu kemur fram að á kjörskrá voru 656 félagsmenn, þar af 139 erlendir starfsmenn eða 21% þeirra sem voru á kjörskrá.  Atkvæði greiddu 281 eða 42,84% þeirra sem voru á kjörskrá. Já sögðu 242 eða 86,12%. Nei sögðu 36 eða 12,81%. Auðir og ógildir voru 3 eða 1,07%
 
Kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis er aðili að skoðast því samþykktur.
 
Þess má geta að alls greiddu 98 erlendir starfsmenn atkvæði eða 70% þeirra sem höfðu atkvæðisrétt. Alls höfðu 517 íslenskir starfsmenn atkvæðisrétt, þar af greiddu 183 starfsmenn atkvæði eða 35% þeirra sem voru á kjörskrá. Samkvæmt þessari niðurstöðu var þátttaka erlendra starfsmanna í könnuninni mun betri en íslenskra starfsmanna sem eiga það sameiginlegt að vera félagsmenn í Verkalýðsfélagi Húsvíkur og nágrennis.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert