Hannes Hlífar og tveir Kínverjar unnu Reykjavíkurskákmótið

Wang og Hannes í lokaumferð Reykjavíkurskákmótsins.
Wang og Hannes í lokaumferð Reykjavíkurskákmótsins. mbl.is/Kristinn

Hannes Hlífar Stefánsson gerði jafntefli við kínverska stórmeistaranum Wang Hao í lokaumferð Reykjavíkurskákmótsins og urðu þeir tveir því efstir á mótinu ásamt Kínverjanum  Wang You, sem vann Grikkjann Stelios Halkias í lokaumferðinni.og náði þeim að vinningum. Þeir urðu því þrír efstir og jafnir með 7 vinninga en Wang Hao varð efstur að stigum.

Bræðurnir Björn og Bragi Þorfinnsson og Henrik Danielsen urðu næstir Íslendinga en þeir hlutu 6 vinninga var Björn aðeins hálfum vinningi frá stórmeistaraáfanga en hann náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. 

Á minningarmótinu sem fram fór samhliða urðu Lajos Portisch og Vlasltimil Hort jafnir og efstir með 4 vinninga. Friðrik Ólafsson varð þriðji með 2,5 vinning og Pal Benkö rak lestina með 1,5 vinning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert