Kappakstur í höfuðborginni í nótt

Lögreglan stöðvaði marga unga menn fyrir of hraðan akstur í …
Lögreglan stöðvaði marga unga menn fyrir of hraðan akstur í nótt. mbl.is/Júlíus

Erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi bæði vegna ölvunar í miðborginni og hraðaksturs ungra manna um og upp úr miðnættinu. Tveir 17 ára drengir voru stöðvaðir við Arnarnesbrú í Garðabæ eftir kappakstur. Þeir mældust á 141 km hraða þar sem 80 er hámarkshraði.

Skömmu áður hafði 18 ára piltur ekið þar um á 125 km hraða og tveir voru teknir á Gullinbrú þar sem 60 km hámark er sett við hraða ökumanna en þeir voru á 103 og 109 km hraða.

Einn var tekinn í Ártúnsbrekkunni á 141 km hraða þar sem 80 km hraðatakmarkanir gilda. Sagði varðstjóri lögreglunnar þetta vera forkastanlegt aksturslag innan borgarmarkanna sem utan og litið væri alvarlegum augum á slíkt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert