Hnúfubakur lék listir sínar

Hnúfubakurinn leikur listir sínar í dag.
Hnúfubakurinn leikur listir sínar í dag.

Hnúfubakur lék m.a. listir sínar í fyrstu hvalaskoðunarferð ársins, sem farin var frá Reykjavík til Sandgerðis í dag. Með í ferð voru þátttakendur í alþjóðlegri ráðstefnu um hvalaskoðun, sem hefur staðið yfir hér á landi undanfarna daga en hana sækja m.a. eigendur hvalaskoðunarfyrirtækja, líffræðingar, stjórnendur Alþjóða dýraverndunarsjóðsins og fjölmiðlafólk.

Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu Reykjavík Whale Watching var veðrið einstaklega fallegt og sáust hnísur og hrefnur en aðalstjarnan var hnúfubakur, sem lék listir sínar fyrir yfir sig hrifna gesti. 

Ákveðið hefur verið að fara aðra ferð í fyrramálið  frá Sandgerði kl 10:30. Gefst almenningi kostur á að fara með í ferðina en til þess að panta þarf að hringja í fyrirtækið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert