Heilags Patreks minnst á Patreksfirði

Kirkjan á Patreksfirði
Kirkjan á Patreksfirði mbl.is/Sigurður Ægisson

Íbúar á Patreksfirði fagna Patreksdeginum í dag í minningu heilags Patreks, verndardýrlings Íra. Að vanda verður dagskrá verður í boði sveitarfélagsins í félagsheimili Patreksfjarðar og að þessu sinni verður einleikurinn Pabbinn - Gamansamar hugleiðingar um föðurhlutverkið sýndur.

Á vef Bæjarins besta kemur fram að heilagur Patrekur, verndardýrlingur Íra, fæddist í Wales í kringum árið 385 og var skírnarnafn hans Maewyn. Hann var heiðingi fram að 16 ára aldri þegar hann var hnepptur í þrælahald og snerist í framhaldi af því til kristinnar trúar. Hann varð annar biskup yfir Írlandi og vann við að kristna Íra í 30 ár, oft var hann handtekinn en tókst ætíð að sleppa.

Þjóðsagan segir að hann hafi m.a. reist upp fólk frá dauða og útrýmt öllum snákum á Írlandi í messu. Hann dó 17. mars árið 461 og hefur sá dagur alla tíð síðan verið haldinn hátíðlegur á Írlandi sem dagur heilags Patreks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert