KEA kaupir Hafnarstræti 98

Hafnarstræti 98 á Akureyri.
Hafnarstræti 98 á Akureyri.

KEA hefur, ásamt fleiri fjárfestum, fest kaup á Hafnarstræti 98.  Fyrri eigendur hússins höfðu áformað niðurrif á því þegar húsafriðunarnefnd friðaði húsið síðasta haust og hefur nokkur umræða um húsið  fylgt í kjölfarið. 

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA,  segir í frétt á vef KEA, markmiðið að ráðast strax í endurbætur á húsinu og koma því í upphaflegt horf  samhliða því sem möguleikar á viðbygginu verða skoðaðir.  Fyrirhugað er að húsnæðið verði innréttað sem skrifstofuhúsnæði.

Húsið var auglýst til sölu fyrr á árinu en athafnamenn á Akureyri keyptu húsið fyrir nokkrum misserum, bærinn samþykkti að rífa það og eigendurnir hugðust byggja nýtt hús á lóðinni en Húsafriðunarnefnd skarst í leikinn síðasta sumar og menntamálaráðherra friðaði húsið, skv. tillögu nefndarinnar. Húsið er á þremur hæðum, samtals 865 fermetrar. Eignin hefur verið friðuð, en friðunin nær til ytra byrðis hússins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert