Þriðja sprautunálaránið framið

Fjölmiðlar fylgjast grannt með sprautunálaránunum í Breiðholtinu.
Fjölmiðlar fylgjast grannt með sprautunálaránunum í Breiðholtinu. mbl.is/Árni Sæberg

Þrír menn rændu Select verslun á bensínafgreiðslu við Suðurfell í Breiðholti í Reykjavík klukkan 11 í morgun. Einn mannanna ógnaði starfsmanni með sprautunál. Lögreglan leitar nú mannanna sem munu hafa haft einhverja fjármuni á brott með sér.

Málið er í rannsókn en nánari upplýsingar fengust ekki hjá lögreglu aðrar en þær að verið er að skoða myndbandsupptöku úr öryggismyndavélum og að ekki sé talið útilokað að mál þetta tengis öðrum tveimur ránum sem framin hafa verið í söluturnum í Breiðholti undanfarna tvo daga. 

Hin ránin tvö voru framin í tveimur söluturninum í Breiðholti í gær og í fyrrakvöld, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einhverjir hafa verið yfirheyrðir en enginn handtekinn.

Vitni hafa verið yfirheyrð og myndir úr eftirlitsmyndavélum skoðaðar.  Í báðum ránunum var stolið fjármunum.

Í báðum tilvikum réðist maður inn í söluturn, annars vegar í Eddufelli í fyrrakvöld og hins vegar í Iðufelli í gær rétt eftir hádegi.  Ræninginn hótaði starfsmönnum með sprautunál í báðum tilvikum.

Ein tilraun til ráns var framin fyrir á þriðjudagskvöldið óstaðfestar fregnir herma að konu sem hafið tekið peninga út úr hraðbanka hafi verið ógnað við sömu bensínafgreiðslustöð og rænd var í morgun.

Handtökur 

Fréttavefur Morgunblaðsins hefur heimildir fyrir því að lögreglan hafi handtekið einn eða fleiri menn sem grunaðir eru um ránið í morgun en þær fregnir hefur lögreglan ekki getað staðfest að svo stöddu. 

Lögreglan leitar nú ræningjanna þriggja sem rændu verslun Select í …
Lögreglan leitar nú ræningjanna þriggja sem rændu verslun Select í morgun. mbl.is/Július
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert