Mjólkin hækkar

Verðlagsnefnd búvara samþykkti hækkun á verði til framleiðenda og á mjólkurvörum á fundi sínum í gær. „Ég hefði þegið svolítið í viðbót,“ sagði Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, að loknum fundinum í gærkvöld en sagðist að öðru leyti vera bundinn þagnarskyldu þar til í dag.

Miklar hækkanir hafa orðið á aðföngum mjólkurframleiðenda, sérstaklega kjarnfóðri og áburði. Kúabændur hafa óskað eftir að nefndin taki tillit til þessara breytinga og hækki verð til bænda. Birna Þorsteinsdóttir, fulltrúi Landssamtaka kúabænda á nýafstöðnu Búnaðarþingi, sagði þá mikla hækkun á mjólk nauðsynlega, en þó líklega undir tíu krónum á lítrann.

Fundurinn stóð frá morgni til kvölds í gær og komust nefndarmenn að sameiginlegri niðurstöðu nema hvað einn sat hjá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert