Segir Dag hafa vitað um kostnað

Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur. mbl.is/Árni Sæberg

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fari með rangt mál er hann segir að honum hafi ekki fyrr en nýverið verið kunnugt um að kostnaður við framkvæmdir nýrrar áhorfendastúku Laugardalsvallar hefði farið fram úr upphaflegri áætlun.

Kemur þetta fram í greinargerð sem Geir hefur sent Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra Reykjavíkur, um framkvæmdirnar. Geir segir að Dagur, sem átti sæti í byggingarnefndinni, hafi setið báða fundi nefndarinnar, en þar „voru teknar afdrifaríkustu ákvarðanir verksins sem réðu mestu um þann kostnað sem á það féll“, segir í bréfinu. „Á hvorugum fundinum mótmælti Dagur samningnum við Ístak eða taldi þörf á að sækja frekari heimildir til borgarráðs,“ segir þar ennfremur.

Dagur kvaðst undrandi á ummælum Geirs, og miður að málið skyldi rata í opinbera umræðu áður en KSÍ gæfist færi á að leiðrétta þær augljósu missagnir sem væru í bréfinu um hans komu að málinu.

Ítrekaði Dagur í samtali við blaðamann að á fundum byggingarnefndar hefði ekkert verið lagt fram um hugsanlega framúrkeyrslu, og að stærstur hluti þess viðbótarkostnaðar sem lagðist á verkið hefði fallið til eftir kosningar 2006 þegar eftirlitshlutverki hans í nefndinni var lokið.

Geir tjáði blaðamanni að þær fullyrðingar sem settar væru fram í bréfinu væru samkvæmt bestu vitund KSÍ, sem vildi með greinargerðinni skýra sína stöðu og svara yfirlýsingum sem fram hefðu komið og gáfu í skyn að upplýsingum hefði verið leynt.“

Ekki náðist í borgarstjóra í gærkvöld vegna málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert