Vill utandagskrárumræðu um ummæli Árna

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, hefur óskað eftir utandagskrárumræðu á Alþingi um viðbrögð Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, við bréfi umboðsmanns Alþingis. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins.

Þar sagði Árni Þór, að ráðherra setji sig á háan hest gagnvart umboðsmanni Alþingis með því að segja, að spurningar umboðsmanns um embættisveitingu bendi til þess, að afstaða umboðsmanns kunni að vera mótuð fyrirfram.

Haft var eftir Siv Friðleifsdóttur, þingflokksformanni Framsóknarflokks, að þetta væri óforsvaranleg yfirlýsing og ekki verði við það unað að sami ráðherra ráðist ítrekað að embættismönnum, Ríkisendurskoðanda, matsnefndinni í dómaramálinu og nú umboðsmanni Alþingis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert