Bílstjórar aka óvenju hægt

Bílaraðir mynduðust á Reykjanesbraut í morgun.
Bílaraðir mynduðust á Reykjanesbraut í morgun. mbl.is/Arnór

Umferð á höfuðborgarsvæðinu er nú að mestu komin í eðlilegt horf eftir aðgerðir vörubílstjóra í morgun. Eitthvað mun þó hafa verið um það að vörubílar hafi ekið óvenju hægt í Hafnarfirði, á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur og á Suðurlandsvegi. 

Með aðgerðum sínum vilja vörubílstjórar mótmæla hárri álagningu ríkisins á eldsneyti sem skilar sér í hærra eldsneytisverði,  einhliða hvíldarlögum ríkisins og lélegri aðstöðu fyrir vörubílstjóra til að njóta þeirrar hvíldar sem gert er ráð fyrir í umræddum lögum. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert