Litlar breytingar á fylgi flokkanna

Litlar breytingar eru á fylgi flokkanna í nýjum Þjóðarpúls Gallup, sem sagt var frá í fréttum Útvarpsins. Fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist  37% en fylgi Samfylkingarinnar mælist 33%, 2 prósentum minna en fyrir mánuði.  Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 70% kjósenda.

Fylgi VG mælist nú 17%, Framsóknarflokksins 8% og Frjálslynda flokksins 5%. Fylgi Íslandshreyfingarinnar mælist varla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert