Guðni biður um fund með Árna

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur farið fram á við 1. þingmann Suðurkjördæmis að hann boði þingmenn kjördæmisins til fundar vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í tengslum við löggæslu og tollgæslu  á Suðurnesjum og á Keflavíkurflugvelli. Fyrsti þingmaður kjördæmisins er Árni Mathiesen fjármálaráðherra.

Óskað er eftir því að til fundarins verði einnig boðaðir; lögreglustjórinn á Suðurnesjum og yfirstjórn löggæslu og tollgæslu við það embætti, bæjarstjórinn í Reykjanesbæ auk forseta bæjarstjórnar og fulltrúa minnihluta í bæjarstjórn. Þess er farið á leit að fundurinn verði haldinn í Reykjanesbæ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert