Prestar geti staðfest samvist samkynhneigðra

Samkynhneigð pör munu geta fengið staðfestingu samvistar sinnar í kirkjum landsins ef frumvarp sem forsætisráðherra lagði fram á Alþingi í gær verður að lögum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að prestar og forstöðumenn trúfélaga, sem eru með vígsluheimild, geti staðfest samvist. Þeir munu þó ekki vera skyldugir til þess en í greinargerð kemur fram að nauðsynlegt sé að virða frelsi presta í þessum efnum, þó þannig að þeir synji því ekki af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar.

Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 27. júní nk. á alþjóðlegum mannréttindabaráttudegi samkynhneigðra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert