Tókst að forða slysi með því að fara á rangan vegarhelming

Þrengslavegur.
Þrengslavegur. mbl.is/RAX

Ökumanni jeppa tókst með naumindum að forða árekstri Þrengslavegi á föstudagsmorgun þegar vörubíll kom á móti honum á röngum vegarhelmingi. Ökumaður jeppans brá á það ráð að aka yfir á hinn vegarhelminginn og segir lögreglan ljóst, að alvarlegt slys hefði orðið hefði bíll komið á móti.

Atvikið varð klukkan 8:30 við Lambafellsnámu. Ökumaður jeppans, sem var með kerru í eftirdragi, var á leið suður Þrengslaveg þegar vörubíl var ekið frá námunni og inn á þjóðveginn í veg fyrir jeppann. Vörubifreiðastjórinn ók inn á rangan vegarhelming og hélt sig þar þrátt fyrir að jeppinn kæmi á móti. 

Lögreglan segir, að ekki hafi tekist að ná niður skráninganúmeri vörubílsins og ökumaður jeppans gat ekki snúið við vegna kerrunnar. Biður lögregla hugsanlega sjónarvotta að þessu atviki að hafa samband  í síma 480 1010. 

Lögreglan á Selfossi mun á næstunni fylgjast grannt með því á  næstunni hvernig umferðarréttur er virtur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert