Skyndibiti og dót fylgja með barnaefninu

Skyndibiti er auglýstur á meðan barnaefnið er í sjónvarpinu
Skyndibiti er auglýstur á meðan barnaefnið er í sjónvarpinu mbl.is/Kristinn

Stór hluti auglýsinga í kringum barnatíma sjónvarpsstöðvanna er fyrir skyndibita eða sykraðar mat- og drykkjarvörur, en þetta kom meðal annars fram í máli Elfu Ýrar Gylfadóttur, deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu, á málþingi um nýja sjónvarpstilskipun ESB fyrir skömmu.

Greindi hún þar meðal annars frá niðurstöðum skoðanakönnunar og rannsóknar sem unnin var af Capacent Gallup fyrir ráðuneytið þar sem leitað var annars vegar eftir skoðunum um auglýsingar í sjónvarpi og hins vegar athugað hvað auglýst væri í kringum barnatíma sjónvarpsstöðvanna. Leiddi könnunin m.a. í ljós að ríflega 60% landsmanna eru andvíg því að leyfa auglýsingar sem beint er að börnum.

l„Það eru einkum auglýsingar fyrir sælgæti og skyndibita sem fólk vill takmarka en á móti kemur að fólk er síður á móti auglýsingum fyrir hollari vörur eða þjónustu.“ Segir Elfa að í tilskipuninni sé opnað fyrir það að hagsmunaaðilar á markaði, auglýsendur og fjölmiðlar, setji sér sjálfir reglur um þessi mál og sé efni reglnanna undir einstökum ríkjum komið.

„Við létum athuga hvað verið væri að auglýsa í kringum barnatíma hjá sjónvarpsstöðvunum og kom þá í ljós að mun minna var af auglýsingum í kringum barnaefni en við bjuggumst við. Hins vegar voru tæplega 50% auglýsinga í kringum barnatíma á RÚV fyrir skyndibita og sælgæti en hjá Stöð 2 var hlutfallið um 25% þrátt fyrir að þar væri meira um auglýsingar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert