Tekinn í tvígang fyrir hraðakstur

Síðdegis í gær stöðvuðu lögreglumenn á Vestfjörðum ökumann á 122 km hraða skammt frá Ögri í Ísafjarðardjúpi. Nokkru síðar var þessi sami ökumaður stöðvaður í Staðardal, Hólmvíkurmegin við Steingrímsfjarðarheiði, á 137 km hraða.

Í síðustu viku voru 24 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Vestfjörðum.  Flestir voru stöðvaðir á þjóðveginum um Ísafjarðardjúp og suður Strandir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert