Flensufaraldur hefur náð hámarki

Inflúensufaraldurinn, sem verið hefur hér á landi í vetur, hefur náð hámarki og er nú í rénun. Að sögn landlæknisembættisins hafa þrír mismunandi inflúensustofnar gengið yfir sem kunni að skýra, að margir hafa kvartað yfir endurteknum inflúensueinkennum. 

Farsóttarlæknir segir, að í bóluefninu gegn inflúensu felist vörn gegn stofnunum þremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert