Tekist á um REI á stjórnarfundi?

Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi minnihlutans í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, segist enga vitneskju hafa um hvort meirihlutinn í stjórninni, hyggist í dag leggja fram tillögu um að hefja undirbúning að sölu Reykjavik Energy Invest, dótturfélags OR. Stjórnarfundur í Orkuveitunni hófst klukkan 11. 

Svandís segir að ef rétt reynist að tillaga sem þessi verði lögð fram þá sé það þvert á það sem stýrihópur um málefni fyrirtækisins lagði til. Hún spyr hvort nýtt REI-mál sé í uppsiglingu, „taka tvö“.

Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, vildi aðspurður hvorki neita því né játa að hann hefði vitneskju um umrædda tillögu og vísaði hann alfarið á stjórnarformanninn, sem ekki hefur náðst tal af. Nánar er fjallað um málið í sjónvarpsfréttum mbl og rætt við Svandísi.

Aðrar helstu fréttir í sjónvarpi mbl:

Vinnuframlag erlendra starfsmanna forsenda hagvaxtar

Kjaradeilur flugmanna og flugfreyja hjá sáttasemjara: mikið ber í milli 

Handtökur í Danmörku í tengslum við barnsrán

Sértrúarsöfnuður í Texas: deilt um forræði yfir 416 börnum

Farið yfir öryggismál hjá Strætó

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert