Jón L. til liðs við Bolvíkinga

Guðmundur M. Daðason, formaður TB, fyrir miðju ásamt skámönnunum Jóni …
Guðmundur M. Daðason, formaður TB, fyrir miðju ásamt skámönnunum Jóni Viktori Gunnarssyni, Braga Þorfinnssyni, Jóni L. Árnasyni og Degi Arngrímssyni talið frá vinstri. Þeir stefna á Íslandsmeistaratitil.

Fjórir öflugir íslenskir skákmenn hafa gengið til liðs við Taflfélag Bolungarvíkur sem teflir í efstu deild á hausti komanda. Þeirra þekktastur er vafalaust stórmeistarinn Jón L. Árnason, fyrrum heimsmeistari unglinga.

Jón gengur til liðs við TB frá Helli sem og alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson. Þá fékk TB þá Jón Viktor Gunnarsson og Dag Arngrímsson frá Taflfélagi Reykjavíkur. Bolvíkingar ætla sér stóra hluti í skákinni og hafa sett stefnuna á að landa Íslandsmeistaratitlinum innan fárra ára.

Taflfélag Bolungarvíkur gerir langtímasamning við þá Jón Viktor og Braga. Í staðinn ætlar TB að gera þeim kleift fjárhagslega að gera atlögu að stórmeistaratitli. Samningurinn felur í sér að Jón Viktor og Bragi geta einbeitt sér að skákinni næstu tvö árin. Samningur sem þessi á sér vart hliðstæðu í skáksögu Íslands. 

Guðmundur M. Daðason er formaður TB og hann segir það ekkert launungarmál að Bolvíkingar ætli sér að ná Íslandsmeistaratitli í sveitakeppni en titilinn hefur aldrei farið út fyrir höfuðborgarsvæðið. Nánar er fjallað um þetta í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka