Tvöföldun Reykjanesbrautar gæti dregist fram yfir 2011

Reykjanesbraut.
Reykjanesbraut. vf.is/Þorgils

Tvöföldun Reykjanesbrautar sem eftir er að framkvæma í landi Hafnarfjarðar gæti dregist fram yfir árið 2011 að mati Jónasar Snæbjörnssonar, svæðisstjóra Vegagerðarinnar. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar verður Reykjanesbraut flutt úr núverandi vegstæði. Ekki liggur annað fyrir en að það skipulag muni ráða legu brautarinnar.

Þegar rætt var um að stækka álverið í Straumsvík lá fyrir að ríkið ætlaði að standa straum af kostnaði við færslu brautarinnar ef hún reyndist nauðsynleg vegna stækkunar álversins. Sem kunnugt er höfnuðu Hafnfirðingar stækkun álversins. Ekkert liggur fyrir um hver muni bera kostnaðinn af flutningi brautarinnar eða hvort og þá hvernig hann skiptist milli ríkis og bæjar. Sagði Jónas að eftir væri að taka upp viðræður við Hafnarfjarðarbæ um aðkomu bæjarins að færslu brautarinnar.

Framkvæmdir við þennan síðasta áfanga tvöföldunar Reykjanesbrautar eru á dagskrá eftir tvö til fjögur ár, að sögn Jónasar. Nú er breikkun brautarinnar frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði og suður fyrir Krýsuvíkurvegamót, þar sem eiga að koma mislæg gatnamót, í umhverfismatsferli. Kaflinn frá Krýsuvíkurgatnamótum og þangað sem tvöföldunin byrjar nú sunnan við Straum kemur þar á eftir. Jónas taldi að sá kafli gæti verið á áætlun á árunum 2010-2011 eða jafnvel síðar.
 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert