CNN tekur viðtal við Ólaf Ragnar

Charles Hodson og Ólafur Ragnar Grímsson við Hellisheiðarvirkjun.
Charles Hodson og Ólafur Ragnar Grímsson við Hellisheiðarvirkjun.

Charles Hodson,  fréttamaður CNN sjónvarpsstöðvarinnar, er staddur hér á landi í því skyni að taka upp viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Hodson er einn umsjónarmanna viðskiptaþáttarins  World Business Today.

Fram kemur á vef Orkuveitu Reykjavíkur, að þeir Hodson og Ólafur Ragnar hafi í dag verið við upptökur í Hellisheiðarvirkjun. Hafi bandaríska sjónvarpsfólkið óspart látið í ljós aðdáun á þeirri tækni sem þar sé nýtt til að virkja endurnýjanlegar orkulindir. Þá hafi það komið gestunum greinilega nokkuð á óvart að virkjun, sem enn er í byggingu, skyldi vera opin gestum og gangandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert