Ávísunum dreift til bókakaupa

Þau Þorgerður Katrín og Maxímús áttu ekki í nokkrum vandræðum …
Þau Þorgerður Katrín og Maxímús áttu ekki í nokkrum vandræðum með að velja sér bækur, enda úrvalið mjög fjölbreytt.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og tónlistarmúsin Maxímús músíkús lögðu leið sína í verslun Eymundsson í Holtagörðum í gærmorgun og notuðu þar fyrstu ávísanirnar sem Félag íslenskra bókaútgefenda og bóksalar gefa landsmönnum í Viku bókarinnar.

Ávísunum að upphæð 1.000 kr. verður dreift á heimilin í landinu og virka sem afsláttur ef keyptar eru bækur fyrir 3.000 kr. eða meira.

Þeir sem vilja kaupa meira af bókum geta prentað út fleiri ávísanir á vefsíðunni bokautgafa.is, og gildir þá sami afsláttur fyrir hverjar 3.000 krónur sem verslað er fyrir. Þannig má t.d. með fjórum ávísunum fá 4.000 kr. afslátt af bókum sem kosta 12.000.

Í tilkynningu frá aðstandendum átaksins segir að með þessu framtaki sé ætlunin að minna á gildi og mikilvægi bókalesturs. Hægt er að nota ávísanirnar til 4. maí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert