Braut gegn fatlaðri stúlku

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri,  Sveinbjörn R. Auðunsson, í 2 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fatlaðri stúlku. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í bætur.

Maðurinn starfaði sem afleysingabílstjóri hjá Ferðaþjónustu fatlaðra og var fundinn sekur um að hafa tvisvar brotið gegn persónu- og kynfrelsi stúlkunnar í bíl þegar hann var að aka henni í skóla. Stúlkan var 17 ára þegar þetta gerðist árið 2006.

Stúlkan lenti í alvarlegu bílslysi þegar hún var 12 ára og hlut m.a. heilaskaða. Í dómnum segir, að manninumhafi ekki getað dulist að stúlkan ætti við andlega annmarka að stríða og verði að telja sannað, að hann hafi notfært sér þessa annmarka til að hafa við hana kynferðismök.

Þá kemur fram í dómnum, að brotið hafi haft alvarleg og víðtæk áhrif á stúlkuna og að skerðing á vitsmunaþroska geri henni erfiðara fyrir en ella að vinna úr þessu áfalli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert