Braut gegn sex ungum stúlkum

Hæstiréttur.
Hæstiréttur.

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex stúlkum en þar af voru þrjár frænkur hans. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða stúlkunum bætur, frá 300 þúsund  til 1 milljónar króna. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í 2½ árs fangelsi.

Brotin gegn einni stúlku, sem er fædd 1984, voru framin á árunum 1988 til 1994 og gegn annarri, fæddri 1987, árið 1993 eða 1994. Fjórar stúlknanna voru fæddar 1992 og brotin gegn þeim voru flest framin á árinu 2005.

Hæstiréttur segir, að maðurinn ahfi gerst sekur um mörg brot, einkum kynferðisbrot gegn börnum og unglingum, og að sum þeirra séu mjög alvarleg. Brot hans hafi náð yfir langt tímabil og í mörgum tilvikum nýtti hann sér trúnað og traust, sem stúlkurnar báru til hans sem náins ættingja. Ljóst sé af gögnum málsins að þær hafa beðið tjón af háttsemi mannsins þótt enn sé óvíst að hvaða marki þær nái að vinna sig út úr þeim erfiðleikum, sem af þessu hafi leitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert