Starfsmönnum Akraness boðin eingreiðsla

Brekkubæjarskóli á Akranesi
Brekkubæjarskóli á Akranesi Sigurður Elvar

Staðan í skólamálum á Akranesi er óbreytt frá því í gær samkvæmt upplýsingum Jóns Pálma Pálssonar, bæjarritara Akraneskaupstaðar. Samþykkt var á fundi bæjarráðs í gærkvöldi að greiða öllum starfsmönnum bæjarins 60.000 krónur í eingreiðslu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum en viðbrögð kennara við þessu tilboði hafa enn ekki borist.

Mikil röskun hefur orðið á kennslu í grunnskólunum tveimur a Akranesi eftir að samþykkt kennara á Akranesi um að taka ekki að sér neina forfallakennslu eða tilfallandi yfirvinnu kom til framkvæmda í síðustu viku. Kennarar í bænum hafa farið fram á að fá sambærilegar álagsgreiðslur og kennarar á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið. Segir Jón Pálmar kennara ekki hafa nefnt neinar tölur í því sambandi en að talað hafi verið um „það sem best hafi gerst hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu". Munu hæstu álagsgreiðslur þar hafa verið greiddar á Seltjarnarnesi eða 120.000 krónur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert