Hekla lækkar verð á nýjum bílum

Hannes G. Sigurðsson, Grétar Þorsteinsson og Knútur G. Hauksson í …
Hannes G. Sigurðsson, Grétar Þorsteinsson og Knútur G. Hauksson í húsnæði Heklu í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Bifreiðaumboðið Hekla tilkynnti í dag, að verð á nýjum bílum hjá fyrirtækinu yrði lækkað nú þegar um allt að 17% í kjölfar betri samninga við framleiðendur. Segja forsvarsmenn Heklu að með þessu sé sú hækkun, sem orðið hafi á nýjum bílum frá áramótum, að talsverðu leyti gengin til baka.

Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu, segir í tilkynningu að  fyrirtækið sé  leggja sitt lóð á vogarskálarnar í baráttu gegn verðbólgu.

Fyrirtækið segir, að bílaframleiðendurnir Volkswagen, Audi, Skoda og Mitsubishi, ásamt KIA hafi samþykkt að koma til móts við það með lækkun á verði.

Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, og Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, voru viðstaddir þegar verðlækkunin var kynnt og fögnuðu henni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert