Metast um sinubruna

Mikill eldur logaði við Hvaleyrarvatn í fyrrinótt.
Mikill eldur logaði við Hvaleyrarvatn í fyrrinótt. mbl.is/Júlíus

Ákæra verður væntanlega lögð fram á hendur þremur mönnum um tvítugt sem hafa játað að hafa kveikt sinueld við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði í fyrradag þar sem mörg þúsund tré skemmdust ásamt öðrum gróðri. Tjón er talið nema milljónum króna.

Annar sinubruni er að hluta upplýstur, en alls hafa 11 meiriháttar sinueldar verið kveiktir á þessu svæði í Hafnarfirði frá því 30. mars.

Svo virðist sem smáhópar ungmenna hafi farið um og kveikt eldana, en við yfirheyrslur hefur komið fram að verið er að metast um það hver geti brennt stærsta svæðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert