Ný bæjarstjórn tekur við í Bolungarvík í dag

Ráðhúsið í Bolungarvík
Ráðhúsið í Bolungarvík Bæjarins besta

Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur boðað til aukafundar í ráðhús bæjarins kl. 17 í dag vegna meirihluta- og bæjarstjóraskipta í sveitarfélaginu. Á dagskrá fundarins er meðal annars kjör forseta og varaforseta bæjarstjórnar, kosning í bæjarráð og málefnasamningur A-lista og D-lista auk starfsloka bæjarstjóra og ráðning nýs bæjarstjóra.

Eins og kunnugt er slitnaði upp úr meirihlutasamstarfinu eftir fund bæjarfulltrúa K og A-lista fyrir helgi og í kjölfarið var greint frá því að nýr bæjarstjórnarmeirihluti hefði verið myndaður milli A og D lista og að Elías Jónatansson yrði bæjarstjóri, samkvæmt frétt Bæjarins besta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert