Frönsku herþoturnar lenda um 11 leytið

Mirage herþota
Mirage herþota

Franskar Mirage-herþotur á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) lenda á Íslandi um ellefu leytið í dag til að standa vaktina við strendur landsins. Þær munu hafa eftirlit með flugi langdrægra rússneskra herflugvéla í grennd við íslenska lofthelgi.

Þetta er í fyrsta sinn herþotur frá öðrum löndum en Bandaríkjunum eru á vakt hér við land. Að sögn Urðar Gunnarsdóttur, talskonu utanríkisráðuneytisins, verða Frakkarnir hér í um sex vikur, sem sé í lengra lagi. Þá sé í haust von á herþotum frá Kanada. Ennfremur stendur til að kynna frekar hvernig að eftirlitinu verður staðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert