Gistinóttum fækkar

Hótelgestum fækkaði um allt land í mars.
Hótelgestum fækkaði um allt land í mars.

Gistinóttum í mars fækkaði 12% milli ára, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Samdrátturinn var mestur á Austurlandi, eða 22%, á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og
Vestfjarða, 21%, og á Suðurlandi, 20%.

Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði gistinóttum um tæp 12% og um 16%  Norðurlandi. Bæði fækkaði íslenskum og erlendum gestum á hótelum um allt land. 

Fyrstu þrjá mánuði ársins fjölgaði hótelgestum á Norðurlandi um rúm 10% og um 9% á höfuðborgarsvæðinu ef borið er saman við fyrstu þrjá mánuði síðasta árs. Fækkun varð á öllum öðrum landsvæðum, mest  á Austurlandi eða 24%, á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða um rúmlega 18% og á Suðurlandi ríflega 15%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert