Afgerandi niðurstaða úr netkosningu um Gjábakkaveg

Gjábakkavegur
Gjábakkavegur

Niðurstaða netkosningar um Gjábakkaveg eru þær að af þeim 13.510 stigum sem veitt voru í kosningunni voru 4.039 stig veitt leið 1.  2.498 stig voru veitt leið 2, 2.468 atkvæði voru veitt leið 3. 2.275,5 atkvæði voru veitt leið 5 og 2.229,5 atkvæði voru veitt leið 4.  Sigin féllu í í kosningu þar sem 1.351 gild atkvæði voru greidd. 

Fram kemur í fréttatilkynningu Landverndar að niðurstöðurnar séu mjög afgerandi, a.m.k. varðandi 1. sætið. Þá er bent á að sú leið sem fékk fæst stig, leið 4, fær 2.229,5 stig. Þar af  938,5 stig (42,1%) þar sem leiðin er ásamt öðrum talin lökust.

 Sé leið 1 skoðuð út frá þessari nálgun megi hins vegar sjá að sú leið fékk 4039 stig en þar af eru 317 stig (7,8%) fengin þar sem leiðin sé ásamt öðrum talin lökust.  Sé leið 2, áformuð leið Vegagerðarinnar, skoðuð með þessum sama hætti kemur í ljós að af þeim 2498 stigum sem leiðin fær fást 419 stig (16,8%) fyrir það að vera neðst ásamt öðrum.

Vegagerðin hefur lagt til að nýtt vegarstæði milli Laugarvatns og Þingvalla liggi sunnar en núverandi vegur liggur. Tilfærslan hefur verið gagnrýnd m.a. af Landvernd og Pétri Jónassyni vatnalíffræðingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert