Auknar vinsældir bláu tunnanna

Vinsældir bláu pappírstunnunnar vaxa jafnt og þétt. 1.668 tunnur eru nú í notkun í borginni og eru um 50 til viðbótar pantaðar vikulega hjá Sorphirðu Reykjavíkur.

Tæplega 60 tonn af dagblöðum söfnuðust í marsmánuði í bláu tunnurnar. Miðað við að Reykvíkingar séu nú um 119 þúsund þýðir það að um hálft kg af dagblöðum hafi safnast fyrir hvern Reykvíking í marsmánuði eða um eitt kg á hverja íbúð. Það er um þriðjungur þess sem safnast í grenndargámana. Magn dagblaða sem safnast í grenndargámana hefur þó ekki minnkað að ráði þrátt fyrir bláu tunnurnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert