Fötluðum á sambýli gert að borga heimilistækin

Feðgarnir
Feðgarnir mbl.is/Golli

Föður ungs manns á sambýli fyrir fatlaða í Reykjavík hefur verið tilkynnt að kostnaður vegna kaupa á uppþvottavél eigi að skiptast á heimilisfólkið, sex einstaklinga. Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík, segir að vegna fyrstu kaupa á húsbúnaði sé hægt að sækja um styrki til Framkvæmdasjóðs fatlaðra, en annars sé gengið út frá því að íbúar taki þátt í kostnaði eins og við almennt heimilishald.

Kristín Sigurjónsdóttir, trúnaðarmaður fatlaðra hjá Þroskahjálp, segir að samkvæmt þessu sitji fatlaðir ekki við sama borð og almennir leigjendur, sem taki ekki þátt í endurnýjun tækja í sameign heldur eigendur hússins.

Hörður Jónasson segist hafa fengið þær upplýsingar að frá áramótum eigi íbúar að taka þátt í kostnaði vegna endurnýjunar á húsmunum í sameiginlegu rými, þ.e. í borðstofu, eldhúsi og þvottahúsi. Ef þurfi að kaupa t.d. þvottavél, þurrkara, uppþvottavél, ísskáp, ryksugu eða borðstofuhúsgögn verði íbúarnir að borga.

Að sögn Harðar er sonur hans, Óskar, með um 120 þús. kr. í örorkubætur á mánuði. Bæturnar fari í að borga mat, húsaleigu, ferðaþjónustu fatlaðra, lyf, föt og fleira og þá sé ekki mikið eftir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert