Boðar aðgerðir gegn notkun nagladekkja

Enn ber á því að ökumenn aki um á negldum hjólbörðum.  Frá 15. apríl síðastliðinn hefur verið óheimilt að nota neglda hjólbarða nema þess hafi verið þörf við sérstakar aðstæður.  Lögreglan á Selfossi mun eftir 15. maí  kæra þá ökumenn sem staðnir verða að því að aka með neglda hjólbarða.

Sekt við því er 5000 krónur fyrir hvern negldan hjólbarða.  Þannig gæti sektin farið í 20000 krónur ef allir fjórir hjólbarðar ökutækis eru negldir, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert