Full eining meðal starfsmanna á skrifstofu borgarstjóra

Jakob Frímann Magnússon.
Jakob Frímann Magnússon.


Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjórans í Reykjavík, Ólafs F. Magnússonar, segir að full eining hafi verið á skrifstofu borgarstjóra um að ráða í stöðu framkvæmdastjóra miðborgarmála með þeim hætti sem gert var.

„Hugmyndir um að ráða Jakob F. Magnússon tímabundið í starfið voru fyrst og fremst vegna þess að hann var talinn vera mjög hæfur til að sinna starfinu. Launin eru í samræmi við það sem Miðborgarstjóri fékk áður fyrir sambærilegt starf. Heiðarleika borgarstjóra í þessum efnum sem og öðrum skal ekki draga í efa og er óskað eindregið eftir að nú fáist vinnufriður svo hægt sé að sinna mikilvægum málefnum sem bíða úrlausna," að því er segir í tilkynningu frá aðstoðarmanni borgarstjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert