Ekki gerð refsing fyrir nytjastuld og þjófnað

Héraðsdómur Suðurlands hefur sakfellt 17 ára pilt fyrir nytjastuld og þjófnað, en honum var þó ekki gerð sérstök refsing. Pilturinn afplánar fjögurra ára dóm fyrir fjölda brota. Honum var þó gert að greiða sakarkostnað, tæpar 100 þúsund krónur.

Pilturinn játaði brot sín en hann, í félagi við annan mann, tók bifreið í heimildarleysi í Reykjavík 10. janúar 2007. Óku þeir upp í Flóahrepp þar sem þeir brutust inn í Gaulverjabæjarskóla með því að brjóta rúðu í útidyrahurð. Þaðan stálu mennirnir fimm fartölvum, að verðmæti 500 þúsund kr., sem þeir hugðust koma úr landi með DHL-hraðsendingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert