Ekkert lát á hækkun bensínverðs

Ekki sér fyrir endann á bensínverðshækkunum sem virðast koma fljótlega hver á eftir annarri. Í gær hækkaði N1 verðið hjá sér um 2 kr. og kostar lítrinn af 95 oktana bensíni nú 158,90 kr. í sjálfsafgreiðslu. Dísilolían kostar 171,90 kr.

Hjá Magnúsi Ásgeirssyni, innkaupastjóra hjá N1, fengust þær upplýsingar að hækkunin stafaði af veikingu krónunnar. Ætla má að hin stóru olíufélögin fylgi fast í kjölfarið en í gærkvöldi kostaði bensínlítrinn 156,6 kr. hjá Olís og Skeljungi og lítrinn af dísilolíu 169,50 kr.

Sjálfsafgreiðslustöðvarnar ÓB, Orkan og Atlantsolía selja allar bensín á tæpar 155 kr./l og dísilolíuna á 167,1-167,9 kr./l. Athygli vekur að hjá sjálfsafgreiðslustöðinni Egó kostar lítrinn af bensíni 157,2 kr. og dísil 170,2 kr. sem er dýrara en hjá Olís og Skeljungi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert