Par frá Rúmeníu tekið með 60 fölsuð greiðslukort

Karlmaður og kona frá Rúmeníu sem handtekin voru á Leifsstöð í gær voru yfirheyrð í dag og héraðsdómur úrskurðaði þau í gæsluvarðhald til mánudags. Þau voru með um 60 fölsuð greiðslukort og talið er að þau hafi ætlað að svíkja fé úr hraðbönkum. Þetta kom fram í fréttum Útvarps í kvöld.

Ekki er vitað  hvort parið tengist þremur Rúmenum, sem handteknir voru í Reykjavík í síðustu viku en í því tilfelli var peningum stolið úr hraðbönkum með því að nota fölsuð greiðslukort.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert