Fyrsta skúta sumarsins á Húsavík

69 NORD í Húsavíkurhöfn þar sem hún liggur utan á …
69 NORD í Húsavíkurhöfn þar sem hún liggur utan á 150 tonna vertíðarbát. mynd/Hafþór Hreiðarsson

Fyrsta skúta sumarsins kom til hafnar á Húsavík síðdegis í dag. Hún er engin smásmíði  en hún er 17,5 metrar á lengd með 24 metra hátt mastur.
 
Um er að ræða frönsku skútuna 69 NORD sem er á leiðinni til Tromsö í Noregi. Skútan mun sigla þarna norður frá með ferðamenn fram á haust þegar siglt verður aftur til Arzal í Frakklandi þaðan sem hún er að koma nú.
 
Þeir sem áhuga hafa á að fræðast um skútuna og ferðir hennar geta skoðað heimasíðuna www.69nord.com.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka