Hafnir á hausnum

Frá Reykjavíkurhöfn
Frá Reykjavíkurhöfn mbl.is/Kristinn

Einungis 3 af 36 höfnum í Hafnasambandi Íslands eru líklegar til að geta fjármagnað nauðsynlegar framkvæmdir og viðhald og greitt af lánum sínum á næstu árum, samkvæmt skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur unnið fyrir Siglingamálastofnun.

„Að öllu óbreyttu má gera ráð fyrir að fjárhagur flestra hafna landsins versni verulega á næstu árum. Íbúa- og atvinnuþróun er þessum höfnum óhagstæð og gera má ráð fyrir að flutningar um margar þeirra dragist saman,“ segir í niðurlagi skýrslunnar.

Árið 2006 voru hafnir landsins samtals reknar með 170 milljóna króna tapi að því er fram kemur í skýrslunni. Afkoman hafði þá snúist mjög til hins verra, en árið 1990 var 560 milljóna króna hagnaður af rekstri þeirra.

Mest var tapið á rekstri Reykjaneshafna, eða tæpar 290 milljónir. Í skýrslunni kemur fram að afkoman hafi einnig versnað mest á tímabilinu hjá Reykjaneshöfnum, en þar var 11 milljóna króna hagnaður árið 1990.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert